SAMLEIK, samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi, standa fyrir fundi þriðjudaginn 4. október kl. 20:00 í Kópavogsskóla við Digranesveg undir yfirskriftinni „Staða leikskólamála í Kópavogi?“

Á fundinum verður meðal annars rætt hvert eftirlitshlutverk Kópavogsbæjar er við að tryggja börnum sambærilega þjónustu, t.d. gæði matar, aðbúnaðar og faglegs starfs. Erum við komin að þolmörkum í leikskólastarfinu og hvað getur Kópavogsbær gert til að sporna gegn starfsmannaveltu á leikskólunum?

Fulltrúi leikskóladeildar Kópavogs og leikskólastjóri í Kópavogi flytja erindi á fundinum. Þá verða pallborðsumræður, en í þeim taka þátt Arnþór Sigurðsson, formaður leikskólanefndar Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og framsögumenn.

Foreldrar, leikskólakennarar og aðrir áhugasamir um velferð leikskólabarna eru hvattir til að mæta.


Nánari upplýsingar veitir: Friðrik Friðriksson, formaður SAMLEIK, í síma 824 2303.