Stjórn SAMLEIK mælir með þessu námskeiði fyrir foreldra og starfsmenn leikskóla í Kópavogi.

Rauði krossinn íKópavogi heldur námskeiðið Slys og veikindi barna 1.-2. nóvember kl. 18-21 bæðikvöldin. Á námskeiðinu er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakirslysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er ískyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna,andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús o.fl. Námskeiðið getur gagnastöllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.

Námskeiðsgjaldið er 6.500 kr. á mann en 5.000 kr. ef maki eða eldra systkini tekur líka þátt.Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar fá ókeypis á námskeiðið og félagsmenn sem greitthafa félagsgjaldið fyrir 2011 fá 10% afslátt. Innifalin eru námskeiðsgögn og skírteini sem staðfestir þátttöku.

Námskeiðið fer fram í Rauðakrosshúsinu íKópavogi í Hamraborg 11, 2. hæð. Hægt er að fá frekari upplýsingar í síma 5546626 en skráning fer fram á netinu.

Dögg Guðmundsdóttir

Verkefnastjóri félags- og sjálfboðaliðamála
Kópavogsdeild Rauða kross Íslands
Hamraborg 11
s. 554 6626
dogg@redcross.is