Friðrik Friðriksson, formaður SAMLEIKS, segir það skipta miklu máli fyrir foreldra leikskólabarna í Kópavogi að samtökin hafi verið stofnuð til að skapa sameiginlegan vettvang foreldra, bæði til þess að efla rödd foreldra í bænum sem og til þess að geta komið fram með sameiginlegum hætti gagnvart bæjaryfirvöldum. „Þó margt gott hafi verið gert fyrir börn á leikskólaaldri og foreldra þeirra þá eru ...fjölmörg verkefni sem þarf að fara í. Eitt mikilvægasta verkefnið er að styðja við það frábæra starf sem unnið er í dag á leikskólunum og að standa vörð um að börnin fái þá þjónustu og örugga umhverfi sem þau eiga rétt á. Við í stjórn SAMLEIKS, og aðrir sem að samtökunum koma, ætlum að leggja okkar af mörkum til að stuðla að því að börnin okkar fái þau tækifæri sem þau eiga rétt á að fá í leikskólaumhverfinu. Það er öllum til hagsbóta,“ segir Friðrik.